Verkefnisaðilar

Byggðastofnun (Íslandi, samræmingaraðili)

Byggðastofnun er sjálfstæð stofnun í eigu íslenska ríkisins. Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu. Í samræmi við hlutverk sitt undirbýr, skipuleggur og fjármagnar stofnunin verkefni og veitir lán með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi. Fjármögnun verkefna skal eftir föngum vera í samstarfi við aðra.
Tengiliður:
Kristján Þ. Halldórsson, kristjan@byggdastofnun.is
www.byggdastofnun.is

Aitoliki Development Agency S.A. (Grikklandi)

atvinnuþróunarfélag stofnað af sveitarfélögum árið 1994. Hlutverk félagsins er að styðja við uppbyggingu fjallasvæða og landbúnaðar með evrópskar áætlanir að leiðarljósi. Áherslur eru á félagslega, efnahagslega og umhverfislega þróun svæðisins sem saman stendur af tveimur héruðum á vestur Grikklandi (Aitolokarnania og Evritania) og fimm sveitarfélögum (Nafpaktia, Messolonghi, Dorida, Karpenisi og Thermo).
Tengiliður:
Chrisina Panagiotidis, cpanagiotidi@aitoliki.gr
www.aitoliki.gr

CESIE (Ítalíu)

CESIE er evrópsk miðstöð rannsókna og aðgerða staðsett í Palemo á Sikiley. Um er að ræða óhagnaðardrifin (non-profit) félagasamtök án pólitískra- og trúarlegra tengsla með systursamtök í meira en átta Evrópulöndum. Samtökin voru stofnuð árið 2001, og var hugmyndin að baki innblásin af verkum og kenningum friðarsinnans Danilo Dolci (1924-1977). CESIE tengir saman staðbundin, innlend og alþjóðleg málefni og einblínir á þróun og breytingar innan menntunar- menningarleg- og efnahagslegt sviða með notkun nýstárlegra verkfæra og aðferða.
Tengiliður:
Emiliano Mungiovino, emiliano.mungiovino@cesie.org
www.cesie.org

Tora Consult Ltd. (Búlgaríu)

Tora ráðgjöf er einkarekið ráðgjafarfyrirtæki stofnað árið 2011 með aðal áherslur á byggðaþróun, félagslega aðlögun og styrkveitingar. Fyrirtækið býður upp á þjónustu tengda undirbúning við verkefnatillögur og verkefnastjórnun mismunandi styrkjaáætlana Evrópusambandsins.
Tengiliður:
Todor Todorov, tora.consult@gmail.com
www.toraconsult.com

Tipperary County Council (Írlandi)

Tipperary County Council (TCC) er opinber stjórnaraðili fyrir Tipperary skýslu á Írlandi. TCC samanstendur af 40 kjörnum fulltrúum sveitarfélagsins og eru starfsmenn um 1.000 talsins. Sveitarfélagið er ábyrgt fyrr allri opinberri þjónustu svo sem félagslegu húsnæði, aðgangi að vatni, fráveitu, umhverfisskipulagi, bókasöfnum, lista- og menningaraðstöðu, vegum í sýslunni og slökkviliðinu.
TCC gegnir lykilhlutverki við stuðning efnahagslegra og félagslegrar þróunar á svæðinu.
Tengiliður:
Michael Moroney, michael.moroney@tipperarycoco.ie
www.tipperarycoco.ie

Háskólinn á Bifröst

Háskólinn á Bifröst á rætur að rekja  til Samvinnuskólans sem var stofnaður árið 1918 í Reykjavík og hóf starfsemi í desember. Sumarið 1955 var skólinn fluttur að Bifröst í Norðurárdal í Borgarfirði og hefur verið starfræktur þar síðan.
Bifröst er einstakur skóli með sögu sem spannar næstum 100 ár. Skólinn er svokallaður kampusháskóli og hefur þróað og innleitt sérstaka kennslufræði. Í dag er Háskólinn á Bifröst fjölbreyttur háskóli, sem býður nemendum sínum upp á fræðslu, þekkingu og þjálfun í viðskiptafræði og viðskiptalögfræði sem og heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Hlutverk skólans er að búa nemendur undir ábyrgðar-, forystu- og stjórnunarstörf í innlendu og alþjóðlegu samkeppnisumhverfi.
Tengiliður:
Kari Joensen, kari@bifrost.is
www.bifrost.is