Verkþættir

Á verkefnatíma INTERFACE útbjuggu þátttakendurnir eftirfarandi efni:

Greining á skorti á færni í tilteknum þáttum

Kortleggur stöðu mála og ber saman kröfur um þörf meðal þátttökulanda, núverandi stuðning og lýðfræði brothættu byggðalaganna, auk hugmynda þeirra og stefnu til framþróunar.

 

INTERFACE námskrá fyrir samfélagsþjálfa

Inniheldur viðeigandi stuðning og þjálfunar aðferðir til að valdefla íbúa brothættra byggðalaga.

 

  • Námskrá samfélagsþjálfa brothættra byggðalaga:

Enska – BúlgarskaGrískaÍslenskaÍtalska

Prufuþjálfun samfélagsþjálfa og íbúafundir í brothættum byggðum

Prufuþjálfun með INTERFACE námskránni, þar með talið íbúafundir skipulagðir af nemendum (samfélagsþjálfurum). Að lokinni prufuþjálfun var skrifuð skýrsla um hvernig til tókst, svokölluð Policy Impact Assessment Report með ábendingum til hagsmunaaðila, þar með talið stjórnvalda.

 

Skýrsla um framkvæmd verkefnisins „Project Implementation Overview and Policy Impact Assessment Report“.

INTERFACE námsgrunnur

Gagna- og samskiptagrunnur fyrir umsjónarmenn námsins og samfélagsþjálfa og jafnframt opinn námshugbúnaður (e OER) með upplýsingum um gloppugreiningu, INTERFACE námskrá og lýsingu á íbúafundum í verkefninu.

 

Frekari upplýsingar